Áskell sviptur veiðileyfi fyrir meiriháttar brottkast

Deila:

Fiski­stofa hef­ur svipt tog­ar­ann Áskel ÞH-48 veiðileyfi í fjórtán daga fyrir meiriháttar brottkast. Myndband náðist af skipinu þar sem 74 fiskum var varpað fyrir borð á 48 mínútum. Um er að ræða brot á lögum um stjórn fiskveiða.

Land­heglg­is­gæsla Íslands hefur kært brot­in til lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um, hvar það verður rannsakað sem sakamál. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.

Myndbandið náðist á dróna sem flogið var frá varðskipi Landshelgisgæslunnar út fyrir Vestfjörðum þann 29. ágúst síðastliðinn. Fram kemur í gögnum málsins að útgerðin harmi að fiskur sem skipið hefði veiðiheimildir fyrir hefðu farið út um lensport skipsins.

Deila: