Gullver landaði fullfermi

Deila:

Ísfisktogarinn Gullver NS kom til heimahafnar á Seyðisfirði aðfaranótt sunnudags með fullfermi eða um 120 tonn. Frá þessu greinir á vef Síldarvinnslunnar.

Þar er haft eftir Þórhalli Jónssyni skipstjóra að uppistaða aflans hafi verið þorskur og ýsa en einnig hafi karfi og ufsi verið í aflanum.

„Við fórum út á mánudagskvöld og komum inn aðfaranótt sunnudagsins. Við vorum að veiðum frá Hvalbakshalli og vestur á Mýragrunn. Það gekk vel að fiska þorsk og ýsu en okkur gekk heldur erfiðlega að finna ufsa og karfa að einhverju ráði. Það var fínasta veður lengst af í túrnum,“ segir Þórhallur.

Skipið hélt aftur til veiða í gærkvöldi.

Deila: