Takmarkaðar rækjuveiðar við Snæfellsnes

Deila:

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að rækjuafli á svæðinu við Snæfellsnes frá 1. maí 2023 til 15. mars 2024 verði ekki meiri en 375 tonn. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Þar segir að stofnvísitala rækju hafi verið töluvert lægri á árunum 2017-2023 en á árunum 2008-2016. Vísitala ungrækju hefur verið lág frá árinu 2014.

Enn fremur segir að lítið hafi fengið af þorski við stofnmælinguna en að aldrei hafi meira mælst af ýsu en í ár.

Reiknaðar eru fjórar vísitölur til að meta ástand stofnsins: vísitala stofnstærðar, vísitala veiðistofns, kvendýravísitala og vísitala ungrækju.

Hlekkur á Ráðgjöf

Hlekkur á tækniskýrslu um veiðar og stofnmat

Deila: