Ekki grunur um íkveikju

Deila:

Lög­regl­an á Suður­nesj­um tel­ur að eld­ur­inn sem kviknaði í Gríms­nesi GK-555 í Njarðvík­ur­höfn hafi ekki brot­ist út með sak­næm­um hætti. Með öðrum orðum er ekki grunur um íkveikju. Einn lést í brunanum en sjö menn voru í skipinu aðfaranótt þriðju­dags, þegar eldurinn kom upp.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að rannsókn málsins miði vel. Lögregla bindur vonir við að geta upplýst um eldsupptök. Rannsókn lögreglu á vettvangi er lokið en skipið hefur verið afhent eigendum og tryggingafélagi til umráða. Í tilkynningunni segir að lögregla vinni nú úr rannsóknargögnum með aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Eins og áður segir lést karlmaður í eldsvoðanum en tveir til viðbótar slösuðust alvarlega.

Deila: