Fá meiri heimildir til veiða innan lögsögu ESB

Deila:

Færeyingar hafa endurnýjað fiskveiðisamning sinn við Evrópusambandið, sem gilda mun á næsta ári. Samkvæmt þeim verða skipti á veiðiheimildum óbreytt, en aðgangur Færeyinga til að sækja eigin heimildir innan lögsögu ESB verða auknar.

Aðgangur Færeyinga til veiða á kolmunna innan lögsögu ESB hækkar um 15.000 tonn og fara úr 22.500 tonnum í 37.500 tonn. Jafnframt mega Færeyingar auka sókn sína í norsk-íslenska síld innan lögsögu ESB um 2.500 og mega þeir því sækja 7.000 tonn þangað. Loks mega færeysk skip sækja 34.856 tonn af makríl í lögsögu ESB og er það aukning um rúmlega 10.000 tonn.

 

Deila: