Metdagur á strandveiðum – útlit fyrir stöðvun 6. júlí

Deila:

Mánudagurinn 19. júní var metdagur á strandveiðum, það sem af er vertíðinni. Þá komu tæplega 479 tonn að landi. Þar af komu 243 tonn að landi á svæði A, eða um 51%.

Nú styttist í annan enda strandveiða. 65,51% þorsks hefur verið landað. Það þýðir að 3.448 tonn eru eftir af 10.000 tonna aflaheimildum í þorski sem úthlutað var til strandveiða. 330 tonn hafa að jafnaði komið á land á dag það sem af er júnímánuði. Miðað við sama framgang verða veiðar stöðvaðar 6. júlí.

Deila: