Eldislaxar fundust líka í Blöndu

Deila:

Maður sem fór að hreinsa laxateljara í Blöndu í gær fann tvo lúsuga eldislaxa í teljaranum. Fiskarnir hafa verið sendir til Hafrannsóknastofnunar til greiningar. Þangað hafa sextán ætlaðir eldislaxar úr ám á norðanverðu landinu verið sendir að undanförnu. RÚV greinir frá þessu. 

Við slátrun Arctic Sea Farm á laxi í Patreksfirði í ágústmánuði kmou í ljós tvö göt á eldiskví. Talið er að um 3.500 laxar hafi sloppið úr kvíum.

Laxar úr Láxá í Dölum, Hvolsá, Ósá í Patreksfirði, við Örlygshöfn, í Mjólká, Laugardalsá við Ísafjarðardjúp og við Miðfjarðará, Víðidalsá, Hópið, Vatnsdalsá og Svartá við Húnaflóa eru nú til rannsóknar hjá Hafró.

Myndin er úr safni.

Deila: