Þrjú félagasamtök mótmæla

Deila:

Þrenn félagasamtök sendu fyrir helgi frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau hafna því alfarið að samtökin séu bendluð við niðurstöður Auðlindarinnar okkar, sem kynntar voru í liðinni viku. Samtökin áttu sæti í samráðsnefnd „sem við undirritaðir settumst í og töldum að gegndi því hlutverki að taka við tillögum og niðurstöðum starfshópanna til frekari úrvinnslu.”

Fram kemur að þeir hafi þegið sæti í nefndinni í þeirri von að á þá yrði hlustað og að áherslur þeirra myndu kom afram í skýrslu starfshópanna. Nú, u.þ.b. 16 mánuðum síðar blasir við skýrsla frá starfshópum nefndarinnar.  Skýrsla sem ekki hefur verið kynnt í Samráðsnefndinni hvað þá að leitað hafi verið eftir athugasemdum nefndarinnar við hana.  Vinnubrögðin eru forkastanleg og kallar fram spurninguna hvert var hlutverk Samráðsnefndarinnar þar sem skýrslan sem kynnt hefur verið er ekki hennar verk.
Undir yfirlýsinguna skrifar Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda og Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands.
„Undirritaðir, f.h. þeirra félagasamtaka sem við erum í forystu fyrir lýsum því hér með yfir að við höfnum því alfarið að okkar samtök séu bendluð við niðurstöður „Auðlindarinnar okkar“.”
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur svarað þessari yfirlýsingu, í samtali við mbl.is. Hún segir í stuttu máli að verklag nefndarinnar og áætlun hafi legið fyrir frá upphafi. Yfirlýsingin komi henni þannig á óvart.
Deila: