Lokunin í Grindavík hefur áhrif

Deila:

Lokanir í Grindavík hafa veruleg áhrif á veiðar hjá ísfisktogurunum Bergi VE og Vestmannaey VE. Bergur landaði 65 tonnum, mest ýsu og þorski. Haft er eftir Jóni Valgeirssyni skipstjóra að þetta hafi verið skammturinn sem þeir máttu taka. Lokunin í Grindavík hafi veruleg áhrif.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, upplýsir í fréttinni að afli skipsins hefði verið um 60 tonn. „Við máttum taka ákveðinn skammt sem ákveðinn er í samræmi við stöðuna í Grindavík. Aflinn hjá okkur var mest ýsa. Við tókum eitt hol út af Hornafirði en síðan var veitt á Breiðdalsgrunni og Skrúðsgrunni. Það var þokkalegt nag yfir daginn en rólegri veiði á nóttunni,“ sagði Birgir Þór.

Deila: