Tjónið tæplega milljarður króna
Beint tjón Arnarlax af förgun fisks sem smitaður var af laxalús á dögunum hleypur á fimm til sex milljónum evra, eða 770 til 925 milljónum íslenskra króna. Þetta má lesa úr tilkynningu móðurfélags Salmon AS til kauphallaraninnar vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs. Mbl.is greinir frá þessu.
Í tilkynningunni segir að samstæðan hafi þurft að breðgast við því sem kallað er óheppileg líffræðileg áskorun í Tálknafirði.
Reiknað er með að félagið framleiði 17 þúsund tonn af laxi á árinu, sem er heldur meira en á síðasta ári. „Til lengri tíma litið höldum við áfram að sjá möguleika til vaxtar, allt að 26.000 tonnum á núverandi leyfum. Þetta er stutt af mikilli eftirspurn eftir sjálfbærum eldislaxi,“ er haft eftir forstjóra Icelandic Salmon.