Stöð 2 fjallar um Vinnslustöðina

Deila:

„ … hvarvetna á hafnarsvæðinu mátti sjá iðnaðarmenn að störfum fyrir Vinnslustöðina. Verið er að byggja 1.800 fermetra uppsjávarfrystihús og mótorhús, löndunarhús, nýir mjölturnar hafa verið að spretta upp hver af öðrum og svo er komin hér 2.600 fermetra mjölgeymsla.“

Þannig greindi Kristján Már Unnarsson, frétta- og dagskrárgerðarmaður, Stöðvar tvö frá því sem fyrir augu og eyru bar þegar hann rölti um hafnarsvæðið og kynnti sér framkvæmdir á vegum Vinnslustöðvarinnar í fylgd með Sigurgeir B. Kristgeirssyni framkvæmdastjóra.

 

Deila: