Fullfermi hjá Vestmannaey og Bergi

Deila:

Vestmannaey VE kom til Seyðisfjarðar í morgun og er að landa þar fullfermi að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar. Að sögn Birgis Þórs Sverrissonar skipstjóra er aflinn að mestu leyti þorskur. Vestmannaey hélt til veiða aðfaranótt föstudags og hóf veiðarnar á Víkinni að því er fram kemur í fréttinni. Þar segir að síðan hafi v erið haldið austur og endað á Tangaflakinu.

Í fréttinni segir að Bergur VE muni landa fullfermi í Vestmannaeyjum í dag. Jón Valgeirsson skipstjóri segir að aflinn sé þorskur sem fékkst á Pétursey og Vík og ufsi sem fékkst í Reynisdýpinu. Farið verður út strax að löndun lokinni.

Deila: