2,8 milljarða hagnaður fyrstu níu mánuði ársins

Deila:

Rekstrartekjur Síldarvinnslunnar fyrstu níu mánuði þessa árs voru 14,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins. Hagnaður félagsins á tímabilinu nam 2,8 milljörðum króna. Eignir félagsins námu 148 milljörðum og skuldir 63,7 milljörðum. Eigið fé Síldarvinnslunnar nam 84,4 milljörðum króna.

Fram kemur að makrílvertíðin hafi að mesetu farið fram innan lögsögunnar og að hún hafi gengið vel. Þá hafi veiðar á norsk-íslenskri síld gengið vel og að hana hafi verið stutt að sækja. Sala á uppsjávarafurðum gekk einnig vel en minni umsvif hafi verið á bolfiskveiðum og -vinnslu vegna sumarleyfa og kvótastöðu. Þá segir að margir útgjaldaliðir hafi lækkað.

Nánar má lesa um uppgjörið hér.

Deila: