Aflaverðmætið var 223 milljónir króna

Deila:

Blængur landaði 516 tonnum af blönduðum afla í Neskaupstað á miðvikudaginn. Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að aflaverðmætið hafi numið 223 milljónum króna. Í aflanum var mest af grálúðu.

Bjarni Ólafur Hjálmarsson er skipstjóri Blængs. Haft er eftir honujm að hann sé sáttur við veiðiferðina. „Hér um borð eru allir sprækir og hressir. Veiðin gekk þokkalega og við fórum hringinn í þessum túr. Við byrjuðum fyrir austan, fórum suður fyrir land og enduðum fyrir austan. Veður var ágætt að mestu, en við flúðum að vísu af Vestfjarðamiðum vegna veðurs. Umtalsverð lækkun hefur orðið á fiskverði síðustu mánuði og eru slíkar verðsveiflur afar hvimleiðar. Ef til vill var verðið orðið óeðlilega hátt þegar það var hvað hæst. En verðsveiflur eins og þessar eru ekki nýjar af nálinni og getur ýmislegt valdið þeim. Nú bíðum við bara eftir að verðin hækki á ný,“ segir Bjarni Ólafur.

 

Deila: