Rafknúinn bátur á strandveiðum 2025

Deila:

„Gangi áform fyrirtækis á Siglufirði eftir verður hægt að hefja rafvæðingu íslenska smábátaflotans innan tveggja ára. Orkuskipti allra báta sem voru á strandveiðum í fyrra gætu sparað losun sem nemur um þrjátíu þúsund tonnum af koltvísýringi.” Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV þar sem fjallað er um metnaðarfull áform fyrirtækisins Grænafl ehf.

Í fréttinni segir að kippur hafi komið í verkefnið skömmu fyrir áramót þegar samningur við Korea Mariteim Institute var undirritaður. Samningurinn kveður á um aðgang að framleiðendum rafbúnaðar og tækniþekkingu, auk markaðssetningar.

Stefnt er að því að rafvæða fyst bátinn Oddverja SI 76, ellefu tonna handfærabát. Stefnt er að því að hann verði rafknúinn á strandveiðum árið 2025.

Nánar hér.

 

Deila: