Vantrauststillaga afturkölluð vegna veikinda

Deila:

Vantrauststillaga sem Flokkur fólksins lagði í byrjun vikunnar fram á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hefur verið afturkölluð. Síðdegis á mánudag tilkynnti Svandís um að hún hefði fyrr um daginn fengið staðfesta greiningu á brjóstakrabbameini. Hún er því farin í leyfi frá störfum.

Fram heur komið að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fari með skyldur Svandísar fyrst um sinn.

Deila: