Vegagerðin Landeyjahöfn til varnar

Deila:

„Þegar horft er til staðsetningar hafnarinnar er mikilvægt að halda því til haga að staðsetningin var valin að loknum ítarlegum rannsóknum, sem meðal annars ná til skoðunar á öldufari, dýptarmælingum og sandburði.” Þetta segir í ítarlegri frétt á vef Vegagerðarinnar, sem ber fyrirsögnina Landeyjahöfn á réttum stað.

Í fréttinni svarar Vegagerðin fyrir þá gagnrýni sem borist hefur að höfninni að undanförnu.

„Þegar ófært er í Landeyjahöfn og einnig þegar unnið er að dýpkun heyrist umræða á þeim nótum að höfnin sé ekki rétt hönnuð og byggð eða hún sé ekki rétt staðsett. Slíkar vangaveltur eru skiljanlegar þegar veturinn hefur verið erfiður og margir orðnir langþreyttir á ófærð eða slæmskuveðri sem valda því að siglingar falla niður,” segir í fréttinni.

Því næst er farið yfir að staðsetning hafnarinnar hafi byggt á ítarlegum rannsóknum. Einnig er bent á að nýtingarhlutfall hafi aukist með nýjum Herjólfi.

Margt hefur áunnist á þeim tíma sem unnið hefur verið  með Landeyjahöfn. „Frá því hún opnaði og þar til núna hefur nýtingarhlutfallið aukist verulega með nýjum Herjólfi og aukinni reynslu í rekstri hafnarinnar. Vonir standa til að hægt verði að halda áfram að bæta höfnina, enda öllum ljóst hversu mikilvæg þessi samgöngubót er fyrir Vestmanneyinga og gesti þeirra.”

Fréttina má í heild lesa hér.

Deila: