Ráðherra leyfir veiðar á 128 langreyðum

Deila:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á 128 langreyðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælaráðuneytinu.

Bjarkey tók við embættinu nýverið og sagðist vilja kynna málið vel áður en hún tæki ákvörðun. Hún tilkynnti ákvörðun sína á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Leyfið gildir fyrir veiðitímabilið 2024. Veiða má 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar. Samtals 128 dýr.

Bjarkey hefur í dag lýst því yfir að hún hafi ekki getað tekið aðra ákvörðun því hún sé bundin af lögum.

Deila: