Strandveiðum lokið

Deila:

Fiskistofa stöðvaði í gær strandveiðar frá og með deginum í dag. Þá höfðu tæplega 11.900 tonn komið á land. Öll strandveiðileyfi falla niður frá og með deginum í dag og er skipum þá heimilt að halda til veiða ef skip er með almennt veiðileyfi.

Alls lönduðu 756 bátar afla á þessari vertíð. Um 46% bátanna í kerfinu voru skráðir á svæði A. Óhætt er að segja að áhuginn á veiðunum hafi verið mikill og aflabrögðin góð. Alls um 800 tonnum var landað samanlagt á mánudag og þriðjudag, síðustu daga vertíðarinnar. 577 bátar voru á sjó á síðasta degi vertíðarinnar.

Eins og sjá má á meðfylgjandi tölfræði frá LS, jókst afli í öllum landshlutum, þrátt fyrir að bátum hafi fækkað á tveimur svæðum af fjórum.

 

Deila: