Mikilvægi makrílsins

Deila:

Á vef Síldarvinnslunnar er farið yfir makrílveiðar og hvernig tegundin er oriðn mikilvægur og rótgróinn þáttur í starfsemi fyrirtækja sem veiða og vinna uppsjávartegdundir. Fram kemur að makríllinn hafi fyrst farið að veiðast sem meðafli árið 2006. Árið eftir hafi makrílveiðar hafist á Íslandi. Þá vertíð hafi 37 þúsund tonn verið veidd. „Fyrir lá að allmikill makríll hafði gengið inn í íslenska lögsögu og að sjálfsögðu var vilji til að nýta þessa nýju auðlind eins og frekast var kostur. Á árunum 2008 – 2011 jókst makrílafli íslenskra skipa en á árinu 2009 var fyrst gefið út kvótaþak fyrir makrílveiðarnar og árið eftir var kvóta úthlutað á hvert skip. Á árinu 2011 var aflinn 159.000 tonn og við blasti sú staðreynd að makríll var orðinn ein mikilvægasta fisktegundin sem veidd var við landið. Á árinu 2012 var makrílaflinn 149.000 tonn og árið 2013 ákváðu íslensk stjórnvöld makrílkvóta sem nam 120.000 tonnum,” segir í greininni.

Fram kemur að helstu veiðisvæði makrílflotans á Íslandsmiðum hafi verið framan af austur- og suðausturmið en síðan hafi veiðst vel á vesturmiðum árið 2010. Næstu árin hafi makrílveiðin öll farið fram á þessum miðum.

„Helsta ástæðan fyrir því að makríll gekk inn í íslenska lögsögu var álitin vera hlýnun sjávar en eins var rætt um að fiskurinn leitaði á nýjar slóðir vegna minnkandi fæðuframboðs á þeim slóðum sem hann hafði áður haldið sig alfarið á. Þá er ekki ólíklegt að makrílstofninn hafi stækkað og því hafi útbreiðsla hans aukist. Þegar makríls varð vart árið 2006 hafði fiskurinn ekki verið áberandi á Íslandsmiðum um áratuga skeið.”

Greinin í heild má lesa hér.

Deila: