Nýtt eldhús í Gullveri

Deila:

Ísfisktogarinn Gullver NS var í Færeyjum í um mánaðartíma þar sem ýmsum viðhaldsverkefnum í skipinu var sinnt. Skipið lagði af stað til Seyðisfjarðar á laugardagskvöld en þangað er rúmlega sólarhrings sigling. Frá þessari för segir á vef Síldarvinnslunnar. Þar er haft eftir Þórhahlil Jónssyni skipstjóra að ýmis verkefni hafi verið á dagskrá. Taka hafi þurft upp aðalvél skipsins og ljósavél og töluverð járnvinna hafi farið fram.

Eldhúsið í skipinu var endurnýjað frá grunni, svo nú hefur brytinn fyrirmyndaraðstöðu. Fram kemur að farið hafi vel um skipverjana sex sem sóttu skipið til Færeyja. Skipið heldur strax til veiða, eftir stutt stopp á Seyðisfirði.

Deila: