Veiðibann á grunnsævi hefði mikil áhrif á veiðarnar

Deila:

Veiðibann á grunnsævi myndi hafa mikil áhrif á grásleppuveiðar, að mati sérfræðinga Hafró. James Kennedy og Guðjón Már Sigurðsson birtu nýlega svargrein við grein sem birtist í riti Konunglega Breska Vísindafélagsins (Royal Society Open Science) eftir vísindamenn frá Fuglavernd (Birdlife International), þau Yann Rouxel, Hólmfríði Arnardóttur, og Stefan Oppe. Þar var gert að því skóna að með því að banna veiða á minna en 50 metra dýpi væri hægt að minnka fuglameðafla í grásleppunet. Þar var jafnframt fullyrt að að slíkt bann hefði lítil áhrif á veiðarnar.

Sérfræðingar Hafró eru því ekki sammála og segja að veiðar t.d. á Breiðafirði og Faxaflóa myndu nánast leggjast af, ef slíkt bann tæki gildi.  Þess vegna draga þeir þá ályktun að fullyrðingin um að bannið hefði lítil áhrif á veiðarnar standist ekki skoðun, þó mögulega væri hægt að skoða takmarkanir á afmörkuðum svæðum þar sem meðafli er mikill.

Sjá nánar hér.

Deila: