Unnið á vöktum allan sólarhringinn

Deila:

Í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hefur verið nánast samfelld makrílvinnsla frá því í byrjun júlímánaðar að því er fram kemur á vef fyrirtækisins.

Þar kemur fram að makríll sé unnin allan sólarhringinn á þrískiptum vöktum. 24 starfsmenn séu á hverri vakt auk verkstjóra og vélgæslumanna.

Fram kemur að vinnslan hafi mest veri ðað vinna makríl úr íslenskri lögsögu en hann sé mun stærri og fallegri en sá makríll sem veiðist í Smugunni, eða yfir 600 grömm.

Í fréttinni segir að makríllinn sé ýmist heilfrysturr, hausaður eða flakaður. Búið sé að taka á móti 26 þúsund tonnum til vinnslu í fiskiðjuverinu á vertíðinni. Öll áhersla sé lögð á manneldisframleiðslu.

Deila: