130 bátar hafa landað grásleppu

Að loknu grásleppuveiðum fimmtudaginn 28. apríl, höfðu 130 bátar landað afla. Það eru 9 bátum færra en á sama tíma í fyrra. Nú eru á veiðum 67 bátar og 15 munu bætast við á næstu dögum. Frá þessu er greint á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.
Nú þegar 40 dagar eru liðnir af vertíðinni stendur heildarafli í 2.456 tonnum sem er samdráttur um 1.900 tonnum milli ára. Þetta og fleira má lesa úr meðfylgjandi töflu sem unnin var upp úr upplýsingum frá Fiskistofu.

Á yfirstandandi vertíð hefur hærra hlutfall aflans verið selt á fiskmörkuðum en í fyrra. Alls 553 tonn af óskorinni grásleppu hafa farið þar í gegn og 19 tonn af hrognum. Reiknast það um fjórðungur heildaraflans á móti fimmtungi á sama tímabili á síðustu vertíð.
