Aukin verðmæti en minna magn

Deila:

Útflutningur Færeyinga á sjávarafurðum á fyrri helmingi ársins skilaði 70milljörðum íslenskra króna. Það er vöxtur um 8,2 milljarðar miðað við sama tíma í fyrra. Þannig jókst verðmæti útflutningsins um 13%. Magnið dróst hins vegar saman um 21%.

Meira var í ár flutt utan af síld og makríl, en minna af kolmunna. Samanlagt jókst verðmæti útflutnings á þessum tegundum um 23% en verðmætið dróst saman um 15%.

Verðmæti útflutts lax skilaði nú 34 milljörðum íslenskra króna á fyrri helmingi ársins. Það er aukning um 25% í verðmæti og 12% í magni.

Útflutningur á botnfiski, þorski, ýsu og ufsa dróst lítillega saman milli árshelminga. Útflutningsverðmæti allra tegundanna er nú minna en í fyrra sem nemur 2 til 4% en sala á ufsa hefur aukist mælt í magni.

Mesti samdrátturinn er í afurðaflokknum aðrar fisktegundir. Magnið þar fellur um 65% en verðmætið aðeins um 4%. Þar ræður mestu samdráttur í sölu á ódýrari tegundum en vöxtur í dýrari tegundunum.

 

Deila: