Aflaverðmæti í apríl jókst um þriðjung

Deila:

Verðmæti sjávarafla íslenskra skipa í apríl nam tæpum 11,4 milljörðum króna sem er tæplega 33% aukning borið saman við apríl í fyrra. Þessi aukning er í samræmi við aukinn fiskafla, en í apríl í fyrra var aflinn 30% meiri en í sama mánuði árið áður.

Verðmæti botnfiskaflans var um 8,3 milljarðar króna og þar af var verðmæti þorskaflans rúmir 4,5 milljarðar. Aflaverðmæti uppsjávartegunda var tæpir 2 milljarðar króna og var að langmestu leyti fyrir kolmunna. Verðmæti flatfiskafla nam tæplega 773 milljónum króna og verðmæti skelfiskafla var 348 milljónir króna.

Á 12 mánaða tímabili, frá maí 2017 til apríl 2018, nam aflaverðmæti úr sjó tæplega 122 milljörðum króna sem er 5 prósentustigum hærra en á sama tímabili árið áður samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

 

Verðmæti afla 2017–2018
Milljónir króna Apríl Maí-apríl
  2017 2018 % 2016–2017 2017–2018 %
             
Verðmæti alls 8.562,8 11.368,7 32,8 115.844,7 121.650,7 5,0
             
Botnfiskur 6.590,6 8.293,3 25,8 77.865,8 86.277,0 10,8
Þorskur 3.321,9 4.538,4 36,6 49.219,4 55.075,5 11,9
Ýsa 831,3 860,9 3,6 8.062,9 8.791,2 9,0
Ufsi 800,5 846,9 5,8 7.014,6 7.357,3 4,9
Karfi 987,3 1.160,4 17,5 8.711,7 10.240,2 17,5
Úthafskarfi 0,0 0,0 597,4 333,3 -44,2
Annar botnfiskur 649,5 886,7 36,5 4.259,9 4.479,5 5,2
Flatfiskafli 452,2 772,8 70,9 7.585,7 8.704,2 14,7
Uppsjávarafli 1.196,0 1.954,6 63,4 27.538,0 24.264,6 -11,9
Síld 0,0 0,0 6.193,1 4.504,4 -27,3
Loðna 0,0 0,0 6.709,4 5.890,8 -12,2
Kolmunni 1.187,2 1.953,9 64,6 3.763,8 5.351,9 42,2
Makríll 8,8 0,8 -91,2 10.871,6 8.517,4 -21,7
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 0,1 0,0 -43,7
Skel- og krabbadýraafli 324,1 348,0 7,4 2.855,2 2.405,0 -15,8
Humar 132,4 138,5 4,6 876,9 834,8 -4,8
Rækja 178,7 154,2 -13,7 1.662,9 1.150,4 -30,8
Annar skel- og krabbadýrafli 13,0 55,3 324,9 315,5 419,7 33,0
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0

 

Deila: