Smáskipanám fyrir vestan

Deila:

Smáskipanám hefst hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að nýju nú í janúar, en það kemur í stað þess sem áður var nefnt 30 tonna réttindanám eða pungapróf og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin sem þátttakendur hljóta miðast við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd og eftir að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma og þessu námi sem telur 115 kennslustundir. Kennari er Guðbjörn Páll Sölvason og er námið kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans.

Deila: