Ólafur Karl til Kapp

Deila:
Ólafur Karl Sigurðarson KAPP

Ólafur Karl Sigurðarson hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri tæknifyrirtækisins Kapp. Hann verður Frey Friðrikssyni forstjóra og eiganda Kapp innan handar og mun bera ábyrgð á uppbyggingu og rekstri erlendrar starfsemi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Ólafur hefur starfað í níu ár hjá Marel, sem framkvæmdastjóri.

Kapp sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu ogo þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi og annan iðnað. KAPP hef­ur fram­leitt og selt OptimICE krapa­vél­ar og RAF sprautu­sölt­un­ar­vél­ar um all­an heim með góðum ár­angri. OptimICE er fljót­andi krap­aís sem fram­leidd­ur er úr sjó um borð í skip­um og leys­ir af hólmi hefðbund­inn flöguís.

Fram kemur í tilkynningunni að Kapp meti svo að tækifæri séu til staðar í Bandaríkjunum, Kanada, Alasa og víðar. Ráðning Ólafs sé liður í þeirri vegferð.

Deila: