Lúxustvenna að hætti hússins

Deila:

Þó vetur konungur sé ekki alveg tilbúinn til að láta undan síga fyrir sól og sumri, en sjálfsagt að taka hækkandi sól fagnandi og fá sér eitthvað gott að borða. Nú njótum við kvöldsólarinnar innan við vesturglugga og gæðum okkur á lúxustvennu að hætti hússins. Þessi uppskrift hæfir vel í rómantískan kvöldverð fyrir elskendur á öllum aldri; Er einstaklega bragðgóð og holl.

Innihald:

400 g bleikja, roðflett og fituhreinsuð.
300 g heill kræklingur
1 laukur
1 rauðlaukur
5 hvítlauksrif, marin og söxuð
6 stönglar af aspas úr krukku eða fleiri bitar úr dós
4 góðar kartöflur
sítrónupipar
½ grænmetisteningur
2 dl hvítvín
kryddsmjör að eigin vali

Aðferð:

Kryddið bleikjuna báðum megin með sítrónupipar. Steikið upp úr smjöri í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Veltið aspasnum aðeins upp úr smjörinu. Haldið heitu.
Saxið laukana og mýkið í smjöri í potti með grænmetiskrafti og smávegis af sítrónupipar. Hellið síðan hvítvíni yfir. Setjið skelina í pottinn og hleypið upp suðunni og látið malla í nokkrar mínútur eða þar til skelin hefur opnað sig. Hendið frá þeirri skel sem ekki opnast.
Berið fram með með góðum soðnum kartöflum og kryddsmjöri. Kælt hvítvín fer afskaplega vel með þessum rétti.

Deila: