400 tonn til frístundaveiða

Deila:

Samkvæmt reglugerð um sérstaka úthlutun aflaheimilda til frístundaveiðiskipa er Fiskistofu heimilt að úthluta allt að 400 tonnum til skipa sem hafa frístundaveiðileyfi. Þó getur ekkert skip fengið meira en sem nemur10 tonnum á fiskveiðiárinu.

Opnað er fyrir umsóknir og sækja skal um á sérstöku umsóknareyðublaði sem nálgast má hjá Fiskistofu.is

Skv. reglugerðinni skal Fiskistofa afgreiða umsóknir þannig að umsóknir sem berast fyrir kl. 16.00 hvern virkan dag skulu afgreiddar næsta virka dag. Berist umsókn eftir kl. 16.00 ber að telja hana til umsókna næsta dags. Ef aflaheimildir sem til ráðstöfunar eru nægja ekki til úthlutunar í samræmi við umsóknir þess dags skal umbeðið magn, sem fram kemur í umsóknum, lækkað hlutfallslega.

Verð á aflaheimildum skal vera 80% af meðalverði í viðskiptum með aflamark, sem birt er á vef Fiskistofu, í lok dags daginn áður en viðskipti fara fram og skal það greitt Fiskistofu fyrir úthlutun. Hafi viðskipti með aflamark ekki átt sér stað síðasta virka dag áður en umsókn barst Fiskistofu skal miða við þann dag sem viðskipti fóru síðast fram fyrir þann tíma. Hafi gjald ekki verið greitt innan sjö daga frá því að umsókn barst Fiskistofu fellur réttur útgerðar til úthlutunar á grundvelli umsóknarinnar niður.

 

Deila: