Matís mjög virkt í fiskveiðirannsóknum

Deila:

„Mikilvægt er að ný þekking sé hagnýtt svo auka megi verðmæti og hagkvæmni. Í kjölfar mikillar rannsókna og þróunarvinnu er þýðingarmikið að fara yfir þau atriði sem standa upp úr og vinna að innleiðingu nýrrar þekkingar í verklag fyrirtækja sem og annarra hagaðila það á við um sjávarútveg eins aðra þætti atvinnulífsins. Í þeim anda var sérstaklega rætt um sjálfbærni, nýtingu, nýsköpun við fiskveiðistjórnun sem og félagsleg og efnahagsleg áhrif sjávarútvegs í ljósi rannsókna og þróunarverkefna sem eru í vinnslu og hafa verið unnin með stuðningi Rannsóknaáætlana Evrópu.“

Svo segir á heimasíðu Matís, en stofnunin er virkur þátttakandi í rannsóknarverkefnum á vegum Evrópusambandsins sem ætlað er að stuðla að bættri fiskveiðistjórnun. Matís veitir til dæmis forystu hóps sem fjallaðar um fullnýtingu í sjávarútvegi.

Í gegnum árin hafa rammaáætlanir Evrópu um rannsóknir og nýsköpun fjármagnað nokkurn fjölda rannsóknarverkefna er snúa sérstaklega að fiskveiðum og fiskveiðistjórnun á sviði sjávarútvegs (e. fisheries topics). Þann 23. mars síðastliðinn var þeim verkefnum sem falla undir þann hatt innan Sjöundu rammaáætlunar (FP7) og Horizon 2020 (H2020) boðið til vinnufundar í Brussel, þar sem markmiðið var að kynna verkefnin fyrir hinum ýmsu einingum innan stjórnkerfis Evrópusambandsins á sviði rannsókna og nýsköpunar og ræða hverjar áherslur slíkra verkefna ættu að vera í framtíðinni. Stjórnendur frá EMFF (European Maritime and Fisheries Fund) kynntu einnig þau verkefni sem sá sjóður hefur styrkt á síðustu árum.
Alls voru 14 FP7 og H2020  verkefnum boðið á fundinn þ.e. EcoKnowsEcoFishManFACTSMy FishBENTHISMareFrameDiscardLessMINOUWClimeFishCERESFarFishSmartFishSYMBIOSIS og SAF21. Virkni Matís á þessum vettvangi hefur vakið athylgi víða. Matís stýrir þrem þessara verkefna (EcoFishManMareFrame og FarFish) og er meðal lykilþátttakenda í þrem öðrum (DiscardLess, ClimeFish og SAF21). Fyrir hönd Matís sóttu þau Anna Kristín Daníelsdóttir, Oddur Már Gunnarsson og Jónas R. Viðarsson fundinn.

Að kynningum og umræðum loknum var fundargestum skipt upp í fjóra vinnuhópa þar sem fjallað var um afmarkaðar rannsóknaráherslur, helstu áskoranir og tækifæri, sem og ráðleggingar um hverskonar rannsóknar og nýsköpunar verkefni ætti að styrkja í nánustu framtíð. Hóparnir fjórir ræddu um fullnýtingu (zero waste), félagsleg og efnahagsleg áhrif fiskveiða (social and economic aspects of fisheries), nýsköpun í fiskveiðistjórnun (innovation in fisheries management) og sjálfbærar fiskveiðar (sustainable fisheries). Jónasi R. Viðarssyni hjá Matís hlotnaðist sá heiður að leiða hópinn sem fjallaði um fullnýtingu í sjávarútvegi.

 

Deila: