Væri til í að koma til Japans

Deila:

Maður vikunnar þessa vikuna starfar í fiskvinnslu HV Granda á Norðurgarði  sem verkstjóri (starfsmannastjóri) og Marelskurðarvélasérfræðingur. Hún byrjaði ellefu ára gömul að pakka humri á Djúpavogi. Seinna meir var hún eitt ár á frystitogara, en hefur nú starfað hjá HB Granda í 20 ár.

Nafn?

Kristín Björnsdóttir. 

Hvaðan ertu?

Fædd 1972 og uppalin á Djúpavogi.

Fjölskylduhagir?

Á tvo drengi.

Hvar starfar þú núna?

HB Granda Norðurgarði og hef starfað þar í 20 ár. 

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ætli ég hafi ekki verið ca 11 ára við pökkun á humri á Djúpavogi einnig hjálpaði ég mömmu að salta síld á síldarplaninu. Þá þurfti að raða síldinni í trétunnur.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Alltaf eitthvað spennandi að gerast og allar tækniframfarirnar sem hafa orðið í vinnslunni á síðustu árum. 

En það erfiðasta?

Að horfa á eftir góðu fólki úr greininni. 

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það er nú svo margt skrýtið sem hefur gerst. Eftirminnilegast er nú samt þegar að ég réði mig á frystitogara 1997 og var þar í tæpt ár. Svo var haldið suður og byrjaði ég hjá Granda 1998 og ætlaði ég að vinna þar í 3 mánuði!

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það eru svo margir eftirminnilegir karakterar sem maður hefur kynnst í gengum árin… það er efni í heila bók. 

Hver eru áhugamál þín?

Hjóla og labba kemur sterkt inn… ferðast um landið með drengjunum mínum.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Reykt ýsa með kartöflum.

Hvert færir þú í draumfríið?

 Væri til í að koma til Japans. 

 

Deila: