MATEY- Sjávarréttahátíð í Vestmannaeyjum

Deila:

MATEY – sjávarréttahátíð stendur nú yfir í Vestmannaeyjum. Veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í  sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum taka höndum saman, í þriðja skiptið og vekja athygli á menningararfleiðinni og því fjölbreytta fiskmeti sem framleitt er í Eyjum. Boðið verður uppá margvíslega töfrandi rétti úr frábæru hráefni héðan úr Eyjum.

Frá þessu er greint á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar er rætt við Frosta Gíslason skipuleggjanda. „Við eigum von á hópum erlendis frá, blaðamenn frá stórum fjölmiðlum í Bretlandi eru væntanlegir og einnig frá stórum fjölmiðli á Spáni og að sjálfsögðu einnig frá Norðurey,” er haft eftir honum.

Þetta árið verða eingöngu konur í forystuhlutverki  á MATEY, en allir gestakokkarnir eru öflugir kvenleiðtogar í matreiðslu og koma víða að.

Fram kemur að hátíðin standi yfir til laugardags.

Nánar má lesa um hátíiðna hér.

Deila: