Byrjaði fyrir algjöra tilviljun

Deila:

Ekki er nóg að veiða fiskinn. Hann þarf að vinna líka og síðan selja. Fisksalar eru því mikilvæg stétt manna, sem sjá til þess að við eigum kost á því að fá úrvals fisk í matinn. Einn slíkur er maður vikunnar á Kvótanum í dag, en hann byrjaði að selja fisk fyrir 12 árum og er nú verslunarstjóri í Hafinu, Fiskverslun í Hlíðarsmára.

Nafn?

Högni Snær Hauksson.

Hvaðan ertu?

Ég er fæddur og uppalinn í Mosfellssveit/bæ.      

Fjölskylduhagir?

Ég er giftur Mörtu Gíslrúnu og við eigum 2 börn Silju Rún 16 ára og Hauk Helga 10 ára.

Hvar starfar þú núna?

Ég er verslunarstjóri í Hafinu Fiskverslun í Hlíðarsmára (flottustu fiskbúð landsins).

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði fyrir rétt 12 árum og fyrir algjöra tilviljun.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er alltaf líf og fjör og nóg um að vera, svo kynnist maður líka svo mikið að skemmtilegu fólki.

En það erfiðasta?

Þetta geta verið langir dagar stundum.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það koma upp stundum skondin og skrýtin atvik, en þá helst ef vinnufélagarnir eru skrýtnir. Og það vantar ekki ruglið í kringum þá.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það er ekki hægt að gera upp á milli hver það er. En margir eftirminnilegir í gegnum árin. Það byrjaði einn hjá mér  að vinna klukkan 8 að morgni og hann var búin að segja upp fyrir kaffi. Það þola ekki allir fjörið í „fiskinum“.

Hver eru áhugamál þín?

Fjölskyldan, íþróttir, kvikmyndir og tónlist.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Humar og íslenska lambið, það er erfitt að toppa það.

Hvert færir þú í draumfríið?

Í siglingu um Karabíska hafið eða Miðjarðarhafið.

 

Deila: