-->

Fiskaflinn í fyrra 1,2 milljónir tonna

Heildarafli ársins 2021 var rúmlega 1.158 þúsund tonn sem er 13% meiri afli en árið 2020. Rúmlega helmingur aflans var uppsjávarafli, þar af var kolmunni 190 þúsund tonn, síld tæplega 186 þúsund tonn og loðna tæp 147 þúsund tonn. Engin loðna veiddist árið 2020.

Botnfiskafli árið 2021 var um 473 þúsund tonn og þar af var þorskaflinn tæp 272 þúsund tonn, ufsi um 60 þúsund tonn og ýsa rúm 56 þúsund tonn. Magn uppsjávarafla jókst um 24% frá fyrra ári og magn botnfiskafla um 2%. Flatfiskafli var tæplega 25 þúsund tonn árið 2021, 7% aukning frá fyrra ári og skelfiskafli var rúmlega 6 þúsund tonn, sem er 27% aukning samanborið við árið 2020.

Aflamagn í desember 2021 var tæp 127 þúsund tonn sem er 72% meiri afli en í desember 2020. Munar þar mestu um tæp 76 þúsund tonn af loðnu en alls jókst uppsjávarafli úr tæplega 34 þúsund tonnum í desember 2020 í ríflega 91 þúsund tonn í desember 2021. Aukning var á lönduðum botnfiskafla um 18% og var landaður afli um 34 þúsund tonn í desember. Þar af var þorskaflinn 27,5 þúsund tonn sem er 27% aukning samanborið við desember 2020.

Magnvísitala landaðs afla í desember 2021 er 94 sem bendir til þess að aflaverðmæti geti verið rúmlega 52% hærra en í desember 2020.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast heimilar eldi á sæeyrum í...

Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um...

thumbnail
hover

Gat á kví við Vattarnes –...

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í...

thumbnail
hover

„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði...

Kaldbakur EA 1 – togari Útgerðarfélags Akureyringa – landaði 110 tonnum á Akureyri í gærmorgun, uppistaða aflans var þo...