Sigurbjörg farin til Póllands
Sigurbjörg ÓF 1 er farin til Póllands í vélarupptekt . Áætlað er að verkið taki um 4 – 6 vikur og er búist við því að skipið verði svo í kjölfarið selt að viðgerð lokinni samkvæmt frétt á fréttasíðunni http://skoger.123.is/
Sigurbjörg ÓF var smíðuð á Akureyri árið 1979 hjá Slippstöðinni en Sigurbjörgin lauk farsælum ferli sínum fyrir jól , en Rammi hf er með nýtt skip í smíðum í Tyrklandi sem kemur til með að leysa Sigurbjörgina og Mánabergið af.