„Framtíðarfiskvinnsla og sögur af landi“
Dagana 12.-13.janúar næstkomandi verður hinn árlegi Verkstjórafundur haldinn í Húsi Sjávarklasans að Grandagarði 16 í Reykjavík.
Yfirskrift fundarins í ár er “Framtíðarfiskvinnsla og sögur af landi” og meðal fyrirlesara eru Alda Gylfadóttir frá Einhamar Seafood og Halldór Pétur Ásbjörnsson frá HB Granda. Að auki verða fimm erindi undir liðnum “Sögur af landi” en þar fá fundargestir að heyra áskoranir frá flestum landshlutum.
Seinni deginum verður eytt í höfuðstöðvum Marel að Austurhrauni 9 í Garðabæ og mun Óskar Enoksson framleiðslustjóri Vísi halda erindi er nefnist “Vinnslan í dag og framtíðarsýn”.
Skráning fer fram á sjavarklasinn@sjavarklasinn.is