Frystigeymslurnar í Neskaupstað tóku á móti 74 þúsund tonnum árið 2016
Alls tóku frystigeymslur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á móti 73.669 tonnum af frystum afurðum á árinu 2016. Vinnsluskip lönduðu 33.148 tonnum í geymslurnar en frá fiskiðjuverinu komu 40.192 tonn af uppsjávarfiski og tæplega 330 tonn af bolfiski. Eftirtalin skip lönduðu afurðum í frystigeymslurnar á árinu:
Vilhelm Þorsteinsson EA | 12.030 tonn |
Hákon EA | 7.886 tonn |
Kristina EA | 7.818 tonn |
Polar Amaroq | 3.313 tonn |
Barði NK | 2.101 tonn |
Öll þessi skip lönduðu uppsjávartegundum að Barða undanskildum, en hann landaði botnfisktegunum.
Alls var á árinu skipað út 65.176 tonnum af afurðum sem geymdar voru í frystigeymslunum. Þar af fóru 52.585 tonn beint um borð í skip í Norðfjarðarhöfn en 12.589 tonn voru flutt í gámum eða með bílum til útskipunar í öðrum höfnum. Flutningabílar munu á árinu hafa farið hátt í 600 ferðir yfir Oddsskarð með frystar afurðir úr frystigeymslunum.
Á myndinni sést útskipun á frystum fiski. Ljósm. Sigurður Steinn Einarsson