Eindagi millifærslna á makríl er 15. janúar

Deila:

Landssamband smábátaeigenda vekur athygli á að 15. janúar 2017 er síðasti dagur þar sem heimilt er að flytja veiðiheimildir í makríl milli skipa.   „Þegar rennt er augum yfir lista um veiðiheimildir og veiðar hjá færabátum á árinu 2016 kemur í ljós að nokkuð af heimildunum munu ekki nýtast á komandi ári ef ekkert verður að gert.  Á þetta bæði við almenna- og viðbótarúthlutun,“ segir á heimasíðu LS.

„LS hefur í bréfi til Sjávarútvegsráðuneytisins óskað eftir að heimild til færslu milli ára á viðbótakvóta verði hækkað úr 10% í 20% eins og gildir við almenna úthlutun.  Svar hefur ekki borist en verður sett hér inn í fréttina um leið og það berst.  Það er afar brýnt að erindið verði samþykkt þar sem óheimilt er að framselja þær heimildir.

Á listanum sem hér er birtur er aflastaða á makríl hjá færabátum.  Dálkurinn lengst til hægri sýnir hversu mikið viðkomandi getur aukið heimildir sínar á yfirstandandi ári og dálkurinn við hlið hans sýnir hversu mörg tonn falla niður aðhafist viðkomandi ekkert,“ segir á heimasíðunni.

Listi yfir aflastöðu:   Makríll – nýting veiðiheimilda.pdf

 

Deila: