Lítið breytt staða

Deila:

Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, sagði á heimasíðu félagsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara í dag, að lítið hafi breyst í kjaraviðræðunum. Á Guðmundi er að heyra að hann er ekki bjartsýnn á að samningar séu á næsta leiti.

Áfram verður fundað á morgun, en fundurinn hefst klukkan ellefu í fyrramálið.

„Það er allt undir í viðræðunum. Því miður á ég erfitt með að segja frá einstaka atriðum, en það getur ekki gengið til lengdar. Það styttist í að ég segi ykkur frá því sem rætt er um. Þetta er jú ykkar kjaradeila. Og sá tími kemur að ég segi frá hvernig hlutirnir hafa gengið fyrir sig,“ sagði Guðmundur.
Meðfylgjandi mynd er frá mótmælum sjómanna á Austurvelli í gær. Hún er fengin af fésbókarsíðunni Sjómenn á Íslandi.

 

Deila: