Fiskmarkaður Íslands fjárfestir í öflugu kælikerfi

Deila:

Nú í haust hafa staðið yfir talsverðar framkvæmdir í slægingar- og flokkunarstöð Fiskmarkaðs Íslands í Rifi, þá ber helst að nefna kælikerfi sem ætlað er að halda hráefni kældu í móttöku eða við bestu mögulegar aðstæður fyrir og eftir meðferð.

Kælikerfið var keypt af Frostmark ehf., hafa þeir víðtæka reynslu og þekkingu á uppsetningu og þjónustu við kæli- og frystikerfi bæði innanlands og utan. Uppsett kælikerfi er gríðarlega öflugt og stefnt er á að stýra kerfinu með þeim hætt að það sé keyrt á fullum afköstum þegar hráefni er í salnum, sem dæmi um hve öflugt kerfið er þá má nefna að aðeins tekur um 15 mínútur að ná hitastigi í kælinum úr 15°C í 4°C og um 1 klst tekur að lækka hita úr 4°C í 0,5°C.

„Það er ábyrgðarhlutur hjá Fiskmörkuðunum að þróa starfsemi sína í þá átt að hún skili af sér sem bestu hráefni“ segir Aron Baldursson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands.

 

Deila: