Sjávarútvegssýning í Múrmansk í mars 

Deila:

Íslandsstofa, í samstarfi við sendiráð Íslands í Moskvu, kannar áhuga fyrirtækja á þátttöku í sýningunni  Sea-Resources-Technology sem haldin verður í Múrmansk í Rússlandi dagana 15.-17. mars nk. Sýningin er ætluð fyrirtækjum sem þjónusta sjávarútveginn um hvaðeina sem snýr m.a. að skipum, veiðum og vinnslu sjávarafurða og flutningum.

Sýningin er haldin árlega og nú í 18. sinn. Norsk fyrirtæki hafa verið þar áberandi og í ár munu Færeyingar einnig taka þátt. Á sýningunni gefst gott tækifæri til að fylgja eftir viðskiptaferð sem farin var til Múrmansk í nóvember síðastliðnum, treysta núverandi viðskiptasambönd og mynda ný.

Á þessu stigi er aðeins verið að kanna áhuga og engar ráðstafanir hafa verið gerðar varðandi bás(a) eða frekara fyrirkomulag. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Ernu Björnsdóttur, erna@islandsstofa.is eða í síma 511 4000 fyrir 20. janúar nk.

 

Deila: