Roð nýtt í verðmætar afurðir

Deila:

Matís hefur ásamt sprotafyrirtækinu Codland unnið að verkefnum þar sem markmiðið er að nýta roð í verðmætar afurðir.

Verkefnið Vatnsrofið kollagen úr aukahráefni fiskvinnslu sem styrkt er af Norrænu Nýsköpunarmiðstöðinni er unnið í samstarfi við norska fyrirtækið Biomega, danska tækniháskólann (DTU) og Biosustain einnig í Danmörku ásamt Matís og Codland. Í því verkefni er markmiðið meðal annars að þróa ný ensím til að vinna kollagen úr aukahráefni frá hvítum villtum fiski svo sem þorski og feitum fiski eins og laxi.

Myndin er frá fundi í verkefninu „Vatnsrofið kollagen úr aukahráefni fiskvinnslu“ í Noregi í október 2016. Peter Kamp Busk DTU, Hemanshu Mundhada Biosustain, Margrét Geirsdóttir Matís, Alex Toftgård Nielsen Biosustain, Davíð Tómas Davíðsson Codland, Lene Lange DTU og Jan Arne Vevatne Biomega.

 

 

 

Deila: