Miðlunartillaga kemur ekki til álita

Deila:

Ekki kem­ur til álita við nú­ver­andi aðstæður að leggja fram miðlun­ar­til­lögu í yf­ir­stand­andi sjó­manna­deilu að sögn Bryn­dís­ar Hlöðvers­dótt­ur rík­is­sátta­semj­ara.

Hún seg­ist ekki hafa heyrt af nein­um fyr­ir­ætl­un­um stjórn­valda um að setja lög á yf­ir­stand­andi verk­fall.

„Eitt úrræði sem ég hef er að leggja fram miðlun­ar­til­lögu en það ber allt of mikið í milli í dag til þess að hægt sé að beita því úrræði. Það er meira til að höggva á hnút­inn þegar minna skil­ur á milli,“ seg­ir hún í um­fjöll­un um sjó­manna­deil­una í Morg­un­blaðinu í dag.

Ljósmynd Þorgeir Baldursson

 

Deila: