Miðlunartillaga kemur ekki til álita
Ekki kemur til álita við núverandi aðstæður að leggja fram miðlunartillögu í yfirstandandi sjómannadeilu að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur ríkissáttasemjara.
Hún segist ekki hafa heyrt af neinum fyrirætlunum stjórnvalda um að setja lög á yfirstandandi verkfall.
„Eitt úrræði sem ég hef er að leggja fram miðlunartillögu en það ber allt of mikið í milli í dag til þess að hægt sé að beita því úrræði. Það er meira til að höggva á hnútinn þegar minna skilur á milli,“ segir hún í umfjöllun um sjómannadeiluna í Morgunblaðinu í dag.
Ljósmynd Þorgeir Baldursson