Auglýst eftir tilboðum í aflamark
Fiskistofa auglýsir nú eftir tilboðum í skipti á aflamarki. Í boði er neðangreint aflamark, í tilgreindum tegundum, í skiptum fyrir aflamark í þorski. Við mat tilboða er stuðst við meðalverð aflamarks síðasta mánaðar. Viðmiðunarverð síðasta mánaðar: þorskur 186,98 kr/kg.
Tilboðsmarkaðurinn opnar klukkan 8:00 þriðjudaginn 7. febrúar 2017. Ekki koma til álita tilboð þar sem aflamark sem boðið er, nær ekki 40% þorskígilda þeirrar tegundar sem óskað er eftir.
Athugið að samkvæmt gjaldskrá Fiskistofu http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/gjaldskra/ ber að greiða 12.200 krónur fyrir hverja úthlutun aflaheimilda á tilboðsmarkaði. Þannig ber tilboðsgjafa að greiða þá upphæð fyrir hvert tilboð sem tekið er að fullu eða að hluta.
Fisktegund | Þíg | Aflamark | |
Gullkarfi | 0,69 | 203.400 | kg |
Blálanga | 0,56 | 86.400 | kg |
Gulllax | 0,41 | 418.000 | kg |
Grálúða | 2,65 | 659.640 | kg |
Sandkoli | 0,19 | 23.920 | kg |
Loðna | 0,17 | 644 | tonn |
Úthafsrækja | 1,53 | 217.000 | kg |
Litli karfi | 0,32 | 79.000 | kg |
Úthafskarfi | 0,91 | 123.329 | kg |
Djúpkarfi | 0,85 | 685.000 | kg |