Kap til hafnar með nær 500 tonn

Deila:

Kap VE er á heimleið með hátt í 500 tonn af loðnu sem fékkst í einu kasti. Snaggaraleg byrjun á vertíðinni eftir verkfall!

„Þá er fyrsta loðnan komin um borð hjá okkur á Kap. Lyktin er góð af henni!“ skrifar Örn Friðriksson á Fésbók og liggur við að ilminn af sjávarfanginu leggi af tölvuskjánum við að lesa færsluna hans .

Deila: