„Nú fara menn bara á sjó“

Deila:

„Ég er gríðarlega sátt­ur með niður­stöðuna en það veld­ur mér von­brigðum hvað það var lít­il þátt­taka.“ Þetta seg­ir Gunnþór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar á Nes­kaupsstað í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Fyrr um kvöldið var til­kynnt um að sjó­menn hefðu samþykkt nýj­an kjara­samn­ing með 52,4% at­kvæða gegn 46,9%. Rétt rúm­lega 50% þátt­taka hafi verið meðal sjó­manna.

„Nú fara menn bara á sjó og vinna með þessa niður­stöðu,“ seg­ir hann og vís­ar til þess að tals­vert sé af bók­un­um og samþykkt­um sem þurfi að vinna með úr viðræðunum.

„Það þarf að byggja traust á milli út­gerðamanna og sjó­manna og það er verk­efni út­gerðamanna sér­stak­lega,“ seg­ir Gunnþór. Tel­ur hann nauðsyn­legt fyr­ir út­gerðirn­ar að treysta bet­ur bönd­in við sjó­menn á kom­andi miss­er­um, ljóst sé að ekki ríki fullt traust eft­ir verk­fallið.

Skip­in Bjarni Ólafs­son og Börk­ur AK eru þegar farn­ir á veiðar að sögn Gunnþórs. Bjarni Ólafs­son var stadd­ur í Reykja­vík­ur­höfn og hélt beint út á loðnu þegar úr­slit urðu ljós. Þegar mbl.is náði tali af Gunnþóri var hann einnig að horfa á Börk NK halda úr höfn. Þá sagði hann stutt í að Beit­ir NK héldi einnig úr höfn.

„Loðnu­flot­inn var vænt­an­lega víðast hvar í star­hol­un­um,“ seg­ir Gunnþór og bæt­ir við: „Núna fara hjól­in að snú­ast. Við þurf­um að koma hjól­um fisk­vinnsl­unn­ar í gang að nýju.“

 

Deila: