Börkur með loðnu til Seyðisfjarðar

Deila:

Börkur NK kom til Seyðisfjarðar í morgun með 2.500 tonn af loðnu og hófst strax löndun í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar. Gunnar Sverrisson verksmiðjustjóri segir að það sé ávallt mikið fagnaðarefni þegar hráefni berst til verksmiðjunnar.

„Í fyrra fengum við enga loðnu en árið 2015 fengum við 36.000 tonn þannig að það er mjög misjafnt hve mikið hráefni berst hingað á loðnuvertíðum. Verksmiðjan var ræst strax og löndun hófst í morgun og vonandi verður nóg að gera næstu vikurnar. Hjá okkur var verksmiðjan síðast í gangi í desembermánuði en þá barst kolmunni til vinnslu,“ sagði Gunnar í samtali á heimasíðu SVN.
Á myndinni er Börkur NK að landa á Seyðisfirði í dag. Ljósm. Ómar Bogason

 

Deila: