Hrefna Karlsdóttir nýr starfsmaður SFS

Deila:

Hrefna Karlsdóttir er nýr starfsmaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hrefna er vel kunn sjávarútvegi en hún starfaði m.a. annars hjá Ábyrgum Fiskveiðum. Hrefna mun starfa sem sérfræðingur í málefnum er varðar fiskveiðistjórnun innanlands sem og alþjóðamálum.

Hrefna Karlsdóttir

Hrefna lauk doktorsgráðu í hagsögu frá Gautaborgarháskóla þar sem hún rannsakaði fiskveiðisamninga innan Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Hrefna starfaði hjá Hagstofu Íslands, Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu við sjávarútvegsmál, m.a. fiskveiðistjórnun innanlands og fiskveiðisamninga við erlend ríki og á Veiðieftirlitssviði Fiskistofu.

Samtökin bjóða Hrefnu velkomna til starfa.

 

Deila: