Daníel Imsland sigurvegari í veggskreytingarsamkeppninni

Deila:

Tillagan Hafið kallar eftir Daníel Imsland hafnaði í fyrsta sæti í samkeppni um skreytingar á suðurgafli nýrrar frystigeymslu VSV við Kleifar í Heimakletti. Tveir keppendur/höfundar deila með sér þriðja sæti. Alls bárust ellefu tillögur frá sjö höfundum.

Vinnslustöðin stóð að samkeppninni í samvinnu við Vestmannaeyjabæ. Auglýst var eftir „fjölbreyttri, spennandi og frumlegri hugmynd en jafnframt raunhæfri“ í keppnislýsingu og vísað til þess að húsgaflinn væri á áberandi stað, vel sýnilegur frá suðurhöfn og ferjubryggju.

Höfundur tillögunnar í fyrsta sæti fær hálfa milljón króna í sigurlaun, fyrir annað sæti eru 250 þúsund krónur í verðlaun og 125 þúsund fyrir þriðja sætið.

Meiri upplýsingar má sjá á heimasíðu VSV http://www.vsv.is/is/frettir/nyjar-frettir/daniel-imsland-sigurvegari-i-veggskreytingarsamkeppninni

 

Deila: